Núna í byrjun júní lauk ég störfum hjá Húsaskóla. Ég hef ekki setið auðum höndum síðan. Ég er búinn að taka á leigu húsnæði í Arnarbakka, í tveggja mínútna göngufæri frá heimili mínu. Þetta er gömul fiskbúð.
Ég er líka að fara að gefa út #Kommentakerfið II og það er hægt að kaupa það í forsölu á Karolina Fund (endilega kaupið sem fyrst). Fyrri útgáfa er uppseld fyrir nokkru.
Ég er líka búinn að standa í að stofna samlagsfélagið Kistan – Varpfélag. Það félag mun reka upptökuver í Arnarbakkanum. Við erum þar tveir í aðalhlutverki sem ætlum að taka upp okkar eigin hlaðvörp (podköst – útvarpsþætti á netinu) en við erum líka að stefna á að bjóða öðrum að taka upp eigið efni þar.
Það þarf töluverða vinnu ennþá í gömlu fiskbúðinni og við erum ekki enn búnir að kaupa tækin (erum komnir með kennitölu en vantar vsk. númer til að fara að kaupa). Ég er þó allavega búinn að setja upp skrifborð og vinnuaðstöðu fyrir sjálfan mig þar. Ég er líka búinn að safna allskonar húsgögnum þangað sem ég hef flest fengið gefins á Facebook. Mig vantar reyndar ennþá hillur og fleira (og þar sem ég er ekki á bíl þessa dagana þá er ég ekki í aðstöðu til að sækja neitt slíkt á næstunni).
En þetta eru allavega spennandi tímar.
Spennandi, hlakka til að sjá hvernig gengur.
Þetta er hrein snilld.
Flott hjä þėr Óli Gneisti og gangi þér vel.