Jæja, ég kom ýmsu í verk. Reyndar kom Árný eiginlega meiru í verk þó hún hafi ekki verið jafn lengi þarna. Gott að fá hjálp. Gummi leit líka við og við vesenuðumst í rafmagninu án þess að laga það. Ég var til rúmlega miðnættis, kom nokkuð miklu í verk síðasta klukkutímann.
Málningin ætti að byrja á föstudagskvöld eða laugardagsmorgun. Hver vill hjálpa? Flutningsdagur er síðan föstudagur eftir viku.