Toppsætin

Voðalega vorkenndi ég Samfylkingunni í gær þegar ég heyrði að Stefán Jón og Steinunn Valdís væru að berjast um efsta sætið hjá þeim. Gísli Marteinn og Vilhjálmur berjast síðan til síðasta blóðdropa hins síðarnefnda. Síðan ætlar Hanna Birna í annað sætið þar, voðaegt alveg. Í gær heyrði ég síðan að Svandís og Björk myndu berjast um efstu sætin hjá VG, ég efast stórlega um það. Hver er að ljúga að fjölmiðlamönnum?