Vaknaði áðan, veikur ennþá, og leit á klukkuna. Hún var korter í tíu, mér leið ekki vel því það er svona í seinna lagi til að tilkynna veikindin. Ég hoppaði af stað, vakti Eygló sem benti mér á að klukkan væri í raun ekki nema korter í níu. Einhver mistök hafði Eygló gert við að stilla klukkuna. Ég hringdi mig veikan og síðan þá hef ég verið að hósta upp ógeði og meira ógeði.
Mér finnst eins og hálsinn minn sé að skána, ógeðið er á leiðinni upp. Eygló er ennþá slæm af þessu helvíti. Ég vildi að ég væri auðveldri vinnu þannig að ég gæti mætt þó ég væri að hósta á fullu, vinnu þar sem maður staflar ekki þúsund kössum yfir daginn. En slappleikinn er mikill. Er eitthvað verra en að vera veikur á sumrin?