Vísindaferð og spjall

Í gær var vísindaferð í þjóðfræðinni. Örnefndastofnun. Það var ágætt. Mér finnst samt alltaf að það mætti kaupa gos með bjórnum í svona ferðum. Eftir þetta fórum við á kaffibrennsluna og spjölluðum fram eftir. Gaman að kynnast samnemendum sínum aðeins. Síðust til að fara vorum við Eggert, Sigrún og Lukka. Ég skutlaði stelpunum síðan í stað þess að leyfa Eggerti að fá félagsskap. Vondur ég. Hugsanlega sagði ég einhverja framsóknarbrandara við hann líka.

Mér fannst mórallinn í bænum vera leiðinlegur í gær þegar við vorum að rölta í átt að bílnum. Mikið af leiðinlegum útlendingum (mjög líklega voru einhverjir skemmtilegir útlendingar líka en ég hitti þá bara ekki).