Kannski að útskýra síðustu færslu. Ég fékk áðan tvö komment. Hið fyrra var yfirdrull yfir Hjördísi vinkonu mína út af kommenti sem hún kom með. Ég eyddi því maðal annars af því að náunginn gaf bara upp emailið hrumur@yahoo.com og ég get ekkert vitað út frá því hver væri þar á ferð. Seinna kommentið var drull yfir mig og sagt að það væri týpískt að ég eyddi kommentum og einnig sagt að þá skiptu stjórnmálaskoðanir fólks einhverju máli. Ég og Hjördís erum engir sérstakir pólitískir samherjar og það er því bjánaleg athugasemd.
Það sem var heimskulegast við þetta var að náunginn hafði mislesið kommentið hennar Hjördísar. Hjördís sagði að ákveðinn frambjóðandi liti út einsog einhver hefði pumpað upp höfuðið á honum en fíflið sem kommentaði hélt að Hjördís hefði skrifað að hann liti út einsog einhver hefði prumpað upp höfuðið á honum. Töluverður munur þar á. Ekki það að kommentið hennar Hjördísar hafi verið sérstaklega fallegt en hún er stór stelpa og ef einhver hefði gagnrýnt hana heiðarlega þá hefði það verið í lagi.
Hvernig prumpar maður annars upp höfuðið á einhverjum?
Gneisti þú ert antikristur!
Ég þekki nú fólk sem ég gæti best trúað að einhver hefði prumpað upp.
Ég er allavega ekki Kristur en fáir eru það.