Að ná tökum

Ég hef þá tilfinningu að ég sé að ná stjórn á námi mínu sem hefur verið á sveimi undanfarið. Væntanlega var það bara einhver taugatitringur vegna þess að ýmislegt fleira var á seyði, tengt námi og ótengt. Fyrirlestur á morgun og með honum fylgir ritgerð sem er nærri til. Á fimmtudag eða miðvikudag stjórna ég umræðum og í næstu viku er aftur fyrirlestur og vonandi klára ég ritgerðina um leið. Þá eru flest verkefnin væntanlega tilbúin og ég get þá farið að læra… Próftaflan er annars fín.

Ég var að fá góða hugmynd að BA-verkefni og stefni á að ræða hana við kennara á næstu dögum eða vikum. Þegar það er komið ætti leiðin vera nokkuð greið að útskrift í júní. Stefni að því að vera bara í lokaverkefninu á næstu önn og leyfa mér að dunda í öðrum málum með náminu (þar á meðal reyndar að skipuleggja Mastersnámið).