Samsæriskenning dagsins

AP-Fréttastofan biður Björn Bjarnason afsökunnar á hvernig fréttin um herhugleiðingar hans hefði verið framreidd. Þetta er ekki það sama og að Björn sé ekki á þeirri skoðun sem talað var um, hann hefur bara ekki lagt það til núna einsog sagt var.

Mér finnst mjög grunsamlegt hve Björn var lengi að láta leiðrétta þessa frétt, hún kemur fram þann 21. júlí og það er ekki fyrren 27. júlí sem Björn birtir pistill um málið á heimasíðu sinni. Til að leiðrétta þessa frétt þá hefði Björn líklega ekki þurft að gera meira en að senda tölvupóst til Moggans eða hringja þangað, hann gerði það ekki. Í staðinn lét hann umræðuna gerjast í nær viku áður en hann lét síðan boð út ganga að eitthvað hefði verið að þessari frétt.

Hvers vegna beið Björn í nærri viku með að leiðrétta þetta? Ég er orðinn nær viss um að ástæðan fyrir því er að hann vildi sjá hvernig umræður um málið myndu þróast því hann vildi sjá hvort Íslendingar væru heitari fyrir þessum hugmyndum en árið 1995. Ef það er ekki ástæðan þá getur líka verið að Björn finnist ekkert að þessum skoðunum sínum og hafi bara ekki séð ástæðu til þess að leiðrétta þetta fyrr.

Eftir stendur að Björn hefur komið fram með sturlaðar vangaveltur um varnarmál Íslendinga sem maður tengir ósjálfrátt við stórundarlegar hugmyndir hans um Kalda Stríðið (sem honum finnst nauðsynlegt að láta í ljós með örfárra mánaða millibili) og tengd mál. Sjá þeir Sjálfstæðismenn sem gagnrýndu þessar hugmyndir hans Björns ekki nauðsyn þess að losa sig við hann áður en hefur færri á að koma hugmyndum sínum í framkvæmd?