Augað og eyrað

Ég er eyrað á Birni. Augað hans Daníels.

Það eru of margir á MSN hjá mér. Ég hef yfirleitt haft svona temmilegan fjölda en núna eru of margir inni til þess að ég geti haft einfalda yfirsýn á þetta. Ég ætti kannski að halda keppni milli fólksins og í hverri viku fleygi ég einhverjum út og enda að lokum bara með einn contact. Maður gæti líka bætt einhverjum við reglulega svo að keppnin er endalaust. Gamlir kunningjar snúa aftur eða alveg nýtt fólk.

Ætlar einhver sjónvarpsstöð að bjóða í þessa skemmtilegu hugmynd? Næsta raunveruleikaþáttarkreisið.

Spurningin er sú: Í hvaða lag er vísað?

5 thoughts on “Augað og eyrað”

  1. Á madur ad svara tessu?
    Tetta er audvitad tilvitnun í hitt stórgoda lag SKYNJUN!
    Afsakdu íslenskuna mína, er á námskeidi, engir íslenskir stafir hér.

    Kram
    Anna Steinunn

  2. Búðu bara til „Aðrir“ möppu í MSN og hafðu hana minimized. Þá þarftu ekki að hafa áhyggjur. Gætir lika skírt hana einhverju meira lýsandi nafni.

Lokað er á athugasemdir.