… I’ve come to talk with you again
Ég er andvaka einsog svo oft undanfarið. Var það líka í gærnótt. Núna sit ég í myrkrinu og hlusta hljóð þagnarinnar. The Sound of Silence í flutningi Emilíönu Torrini. Ekki það að ég hafi nokkuð á móti upphaflegu útgáfunni heldur er það bara sú einlæga ást sem ég ber til raddar Emilíönu. Læt Ruby Tuesday á.