Í útvarpið

Ég er að fara að taka upp útvarpsþáttinn minn eftir tæpan klukkutíma. Það verður auðvelt. Ég er búinn að klippa til viðtölin og þarf í raun bara að babbla smá sjálfur á milli. Þetta verður reyndar einmanaleg upptaka, bara ég og tæknimaðurinn. Sigrún hafði lofað að koma ef ég þyrfti einhvern til að lesa eitthvað en viðmælendur mínir töluðu alveg nóg sjálfir. Hún er líka veik greyjið. Kristín kennari kemur ekki heldur. Ég hef engan félaga því að allir sem ætluðu að vera með mér í þessu hafa hætt í kúrsinum. Bölvun Óla.

Ég hef líka verið með í að gera svona þátt áður. Hjálpaði Sigrúnu og Ingibjörgu með því að lesa annan helminginn af smá “leikþætti”. Veit ekki hvort sá þáttur er kominn á netið…

Ég er á því að fjölmiðlar landsins muni berjast um að fá mig til starfa eftir að þátturinn verður fluttur. Ég er nefnilega svoltið bestur.