Ég hafði hvorki séð Invasion Of The Body Snatchers frá 1956 né 1978. Líklega var þessi útgáfa nær ófáanleg þegar ég horfði sem mest á kvikmyndir en ég held ég hafi aldrei sóst sérstaklega eftir því að sjá hana.
Kvikmyndir Ed Wood komu oft í huga minn þegar ég horfði á þessa. Þær eru nefnilega svipaðar að flestu leyti nema að þessi er vel gerð. Það mætti vissulega benda á margt sem hefði mátt gera betur í handritinu en það er lítið til að ergja sig yfir.
Tæknibrellurnar er merkilega sannfærandi en það raunveruleikatilfinningin hvarf hins vegar þegar allir gátu lyft þessu hylkjum án þess að reyna á sig. Þau litu út fyrir að vera tóm (sem þau voru væntanlega).
Í kvikmyndini Gremlins (1984) sjást margar kvikmyndir á sjónvarpsskjám. Mest áberandi eru It’s A Wonderful Life (1946) og Invasion Of The Body Snatchers (sem eru táknrænar fyrir þemu þeirrar myndar). Það var gaman að sjá loksins Body Snatchers atriðið í réttu samhengi.
Fín mynd.