Hasarmynd sem snýr ákveðnum venjum á hvolf … eða kannski afturhvarf til eldri venja þegar hetjan þurfti að halda sig innan marka. Þetta er allavega endurskoðun, líkt en þó aðallega ólíkt því sem Thelma (2024) gerði.
Ef þið viljið forðast svipaða höskulda og sjást í öllum umfjöllunum og auglýsingum fyrir myndina þá megið fyrst vita að Rebel Ridge er mjög fín hasarmynd.
Terry Richmond er fyrrverandi hermaður sem lendir í lögreglumönnum sem nýta sér ólög til að stela af honum peningum. Þar sem hann þarf á þessu fé að halda svarar hann fyrir sig með því að reyna að fara eftir lagabókstafnum en kerfið er berst til baka.
Það er erfitt að segja nokkuð um þessa mynd án þess að nefna að hún kallast á við fyrstu Rambó-myndina (1982). First Blood markaði upphaf nýrrar tegundar af hasarmyndum sem voru margar góðar en þó aðallega klisjukennt rusl.
Ég er viss um að einhverjir hafa kallað þessa mynd „woke“ af því að hetjan okkar er svartur maður sem ferðast um á reiðhjóli og reynir að forðast að drepa fólk. Þetta virkaði allt mjög vel og auðvitað eru lausnirnar miklu áhugaverðari þegar þær snúast ekki um að spreyja byssukúlum.
Það er lítið um leikarana að segja annað en að þau hafi staðið sig vel. Auðvitað er sérstaklega gaman að sjá Don Johnson fá aftur gott skúrkahlutverk sem reynir líklega meira á hann heldur en allt sem hann gerði á níunda áratugnum. Það virkaði að vera bara svalur í flottum fötum og þið verðið bara að trúa mér þegar ég segi að þessi föt hafi verið flott þá.
Mæli með.