Saturday Night (2024) 🫴 {15-14-13-ø}

Kvöldið sem Saturday Night Live fór fyrst í loftið árið 1975. Allt í rugli. Kynslóð af grínleikurum sem mörkuðu æsku mína. Meira og minna allir skíthælar samkvæmt myndinni (og betri heimildum) nema Lorne Michaels sem varð kannski bara skíthæll seinna.

Leikstjórinn Jason Reitman (Juno, Ghostbusters: Afterlife) þekkti væntanlega flest þetta fólk úr æsku sinni, enda er hann sonur Ivan Reitman (Ghostbusters, Stripes, Twins …).

Það vita ekki allir að Prúðuleikararnir voru með þarna fyrst hálfa árið (ef ég man rétt). Handritshöfundar þáttarins höfðu bara ekki ímyndarafl til að semja fyndin atriði fyrir þá. Ári seinna varð The Muppet Show vinsælasti sjónvarpsþáttur í heimi.

Jim Henson er karakter í myndinni og ég held að Kermit hafi verið fyrirmyndin frekar en hann sjálfur. Það virðist hafa gleymst að þetta er maðurinn sem gerði Muppets Sex and Violence árið sem SNL fór í loftið.

Yfir heildina eru leikararnir góðir að koma persónunum á framfæri. Kannski sérstaklega sá sem lék Dan Aykroyd. Chevy Chase var ekki hrifinn af myndinni en slapp satt að segja frekar vel miðað við sögurnar sem ég hef heyrt og lesið.

Konurnar fá lítið pláss. Eiginkona Lorne Michaels, Rosie Shuster, er ´áberandi en aðrar eru mikið til hliðar. Satt best að segja er stundum erfitt að muna hver er hver.

Þetta er alveg skemmtileg mynd. Við vitum hvernig hún endar en það er alltaf eitthvað í gangi sem heldur áhorfendum við efnið. Bara ekki búast við miklu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *