Håndtering av udøde (2024) 🫳 {19-18-16-ø}

Höndlun hinna ódauða er kannski rökrétt þróun í uppvakningamyndum. Mig grunar nefnilega að vinsældir slíkra mynda sé tengd því að þessi skrýmsli eru ekki sérstaklega yfirnáttúruleg. Þetta sést á því að útbreiðslan á uppvakningum er tengd við vírusa. Þetta eru vísindalega möguleg skrýmsli! Reyndar ekki en …

Þegar við fjarlægjumst yfirnáttúruna hljótum við að vilja meiri raunveruleika. Eða hvað? Håndtering av udøde reynir að svara þeirri spurningu og mitt svar er: Nei, takk.

Hryllingurinn í myndinni er hversdagslegur, persónulegur, hægfara og niðurdrepandi. Það er ekkert skemmtilegt við hana.

Mín tilfinning er að hérna hafi tekist að gera kvikmyndina sem átti að gera. Hún er kannski ekki fyrir mig en ég held að það hafi aldrei verið ætlunin.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *