Þroskasagan indverskrar stúlku. Ástarsaga unglinga. Samband mæðgna. Þó kannski fyrst og fremst um stöðu kvenna, sérstaklega stúlkna, í indversku samfélagi.
Myndin gerist að mest í indverskum heimavistarskóli en kannast aðallega við slíkt eftir að hafa lesið um æsku Freddie Mercury. Hann gekk einmitt í slíkan skóla, fjarri fjölskyldunni sem var á Zanzibar. Þó skólaeiður nemenda tala um að viðhalda indverskum siðum er þessi tegund af skólum fyrst og fremst arfleifð Breska heimsveldisins.
Allt sem ég hef skrifað um myndina segir að Mira sé sextán ára stelpa en ég er nokkuð viss um að hún verður, eða er að verða, átján ára í myndinni. Ekki aðalatriði en skrýtið að þetta sé ekki á hreinu. Ég kíkti meira að segja á upplýsingar um indverskt menntakerfi og það passar illa að hún sé 16 ára.
Áður en myndin byrjar eru birtur texti sem upplýsir að engir undir lögaldri hafi leikið í myndinni. Kannski byggir þetta á indverskum reglum en ég held ég hefði ekki haft áhyggjur af þessu ef ég hefði séð myndina án þess að lesa fyrirvaran.
DISCLAIMER
This film contains sensitive content. Viewers discretion is advised.
All performances in this film are carried out by adult actors, with no involvement of minors.
Mira brýtur múra með því að vera yfirumsjónarmaður nemenda (head-prefect) í skólanum sínum fyrst kvenna. Sem slíkur reynir hún meðal annars að ýta á að strákarnir þurfi að bera ábyrgð á hegðun sinni í stað þess að kenna stúlkunum um. Þetta er ekki vinsælt meðal skólabræðra hennar og við sjáum líka dæmi um konur sem reyna að verja feðraveldið.
Hún kynnist líka strák sem er mjög viðkunnanlegur en það er erfitt að viðhalda námsárangri, félagslegri stöðu og fjölskyldusamböndum meðfram því sambandi.
Smá viðvörun um höskuld, svo ónákvæmur að þið skiljið hann ekki nema að horfa á myndina. Það er atriði undir lok myndarinnar sem er á vissan hátt óhugnanlegra en nokkuð sem sést í hryllingsmyndum. Auðvitað er þetta ekki hryllingsmynd.
Þetta er mynd sem er það sem hún virðist vera. Þeim sem finnst lýsingin áhugaverð finnst hún örugglega góð.