Margar myndir eru ekki gerðar fyrir mig en þar sem ég er hrifinn af því að sjá myndir án þess að vita of mikið um þær missi ég stundum af augljósum merkjum. Þessi mynd er fyrir fólk sem er spennt fyrir William S. Burroughs (eða bítnikkum almennt) og „hugvíkkandi“ efnum.
Þetta er ekki allslæm mynd en hún náði mér eiginlega aldrei. Þegar stóra „trippið“ byrjaði missti ég eiginlega alveg áhugann.
Þessi mynd er fyrir einhverja, bara ekki mig.