The Lair of the White Worm (1988)👍👍
{52-39-ø-ø}

Um daginn var ég að leita að upplýsingum um vampírumynd sem ég sá í æsku. Þá rifjaðist upp fyrir mér þessi mynd. Ekki að ég hafi séð hana áður en ég hafði heyrt um hana.

The Lair of the White Worm er hálf-vegins vampírumynd og byggð á bók með sama titli eftir Bram Stoker (höfund Drakúla). Varla samt hægt að flokka skrýmslin á annan veg.

Fornleifafræðingur gerir dularfulla uppgötvun sem gæti mögulega gæti tengst sögulegu ormadrápi (sbr. Fáfnir) aðalsmanns í grenndinni. Þá hafa líka verið óútskýrð mannshvörf þar í kring.

Ég vissi að Hugh Grant léki í myndinni en þegar upphafsnafnaþulan byrjaði sá ég nafn sem kom á óvart: Peter Capaldi, frægastur fyrir að leika Dr. Who. Fyrst þegar hann birtist þekkti ég hann ekki. Satt best að segja hélt ég að þarna væri Hugh Grant. Capaldi er nefnilega hárprúðari þarna en ég á að venjast.

Peter Capaldi - Ekki Hugh Grant
Peter Capaldi – Ekki Hugh Grant

Hugh Grant leikur afkomanda drekabanans og það liggur í augum upp hvert hlutverk hans ætti að vera í myndinni. Síðan leikur Amanda leikur sérvitra aðalskonu. Leikstjórinn er Ken Russell.

Þetta er hryllingsgamanmynd. Hún sló ekki í gegn á sínum tíma en er álitin költ-mynd, og bara almennt skrýtin. Það er ekki alltaf ávísun á skemmtun.

Í þessu tilfelli virkar það … á mig allavega. Hallærislegar, viljandi hallærislegar, brellur skemmta vel. Þó er reyndar alveg ákaflega velheppnuð förðun á einni aðalpersónunni. Saman er þetta yfirdrifið og gaman. Töluvert blóð en meira kjánalegt en hryllilegt.

Maltin gefur ★★½ sem er frekar óvænt. Hefði giskað að hann hefði í mesta lagi gefið tvær.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *