Hægt og rólega kynnumst við fjölskyldu sem gengur í gegnum erfiða tíma. Faðirinn álpast inn í áhugaleikhúsuppfærslu á Rómeó og Júlíu.
Þetta var stórkostleg mynd. Ein af bestu myndum síðasta árs. Hjartnæm og ekta tilfinningar á persónulegum skala. Fólk lifir í gegnum listina en ekki á þeim stóra skala sem við sjáum í The Brutalist en heldur á litlu sviði þar sem enginn býst við miklu.
Ég elskaði hvernig leikritið var í takt við söguþráð myndarinnar í stíl við Shakespeare sjálfan sem notaði gjarnan leikrit innan leikrits í sínum verkum.
Það voru engir leikarar í myndinni sem ég kannaðist við. Sem er viðeigandi. Kjarni myndarinnar er fjölskylda sem er leikin af fjölskyldu. Þau voru frábær.