Formannsefni kynnt

Ég er nú ánægður með að Vaka skuli hafa kynnt formannsefni sitt fyrirfram.  Við hjá Háskólalistanum höfum barist fyrir þessu og greinilegt að Vökuliðar hafa hlustað.  Reyndar er minnið hjá Vökuliðum eitthvað að bregðast þegar þeir segja að þetta sé í fyrsta skiptið í langan tíma sem formannsefnið sé kynnt fyrirfram því Háskólalistinn kynnti Ella sem okkar formannsefni í fyrra.  Við munum síðan að sjálfssögðu kynna formannsefni okkar þegar við kynnum okkar lista á föstudaginn.

Annars þá kemur það nokkuð á óvart að Sigurður sé valinn formannsefni Vöku.  Ég hefði veðjað á Andra því maður hefur séð svo mikið meira af honum á skrifstofunni, hefur virst miklu aktívari í öllu saman.  Skrýtið að hann hafi ekki fengið að verða formannsefni.

4 thoughts on “Formannsefni kynnt”

  1. Nei, einsog sést á þessu:
    Til þessa hefur vaninn verið sá að fylkingarnar kynni sitt formannsefni og oddvita eftir kosningar en ekki fyrir kosningarnar eins og í ár.

Lokað er á athugasemdir.