Zombieland (2009)🫴
{94-71-ø-ø}

Uppvakningagrínmynd. Ólíklegur hópur einstaklinga ákveður að ferðast saman um stund.

Mörg fyndin atriði. Leikararnir flottir. Emma Stone, Woody Harrelson, Jesse Eisenberg og Abigail Breslin (stelpan úr Little Miss Sunshine).

Þar til að kom að lokauppgjörinu. Það virkaði á mig eins og einhver hefði séð fyrir sér nákvæmlega hvernig það yrði og því þröngvað fram þær aðstæður. Vandinn er að þarna þurfa persónur að taka ítrekað ákaflega heimskulegar ákvarðanir. Þetta virtist ekki vera sama fólkið og við höfðum verið að fylgjast með meginhluta myndarinnar.

Maltin gefur ★★½ sem er hátt miðað við hann en nokkuð sanngjarnt.