Bastarden (2023)👍👍
{102-77-52-ø}

Kapteinn á eftirlaunum fær leyfi til að reyna að rækta land á jósku heiðunum um miðja átjándu öld en lendir í útistöðum við aðalsmann í nágrenninu. Myndin snýst um stétt og stöðu, kynjamisrétti og fordóma.

Myndin gerist á tímum Friðriks V Danakonungs sem er sýndur sem velmeinandi fyllibytta sem er að minnsta kosti hálfur sannleikur (í hans tíð fór Danmörk á kaf í þrælahald í Vestur-Indíum). Ártöl eru óljós en mögulega var Kristján VII orðinn kóngur (flestir tengja hann væntanlega við Struensee) í lok myndarinnar.

Þetta er enn ein mynd sem var í uppáhaldi hjá Ásgeiri frá því í fyrra (eða hittifyrra, það er erfitt að velja útgáfuár). Þarna er líka Mads Mikkelsen í aðalhlutverki sem var í uppáhaldi hjá Ásgeiri. Hann hafði alveg rétt fyrir sér. Þetta er frábær mynd.

Melina Hagberg er flott sem Anmai Mus.

Það er óhætt að mæla með þessari.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *