Kapteinn á eftirlaunum fær leyfi til að reyna að rækta land á jósku heiðunum um miðja átjándu öld en lendir í útistöðum við aðalsmann í nágrenninu. Myndin snýst um stétt og stöðu, kynjamisrétti og fordóma.
Myndin gerist á tímum Friðriks V Danakonungs sem er sýndur sem velmeinandi fyllibytta sem er að minnsta kosti hálfur sannleikur (í hans tíð fór Danmörk á kaf í þrælahald í Vestur-Indíum). Ártöl eru óljós en mögulega var Kristján VII orðinn kóngur (flestir tengja hann væntanlega við Struensee) í lok myndarinnar.
Þetta er enn ein mynd sem var í uppáhaldi hjá Ásgeiri frá því í fyrra (eða hittifyrra, það er erfitt að velja útgáfuár). Þarna er líka Mads Mikkelsen í aðalhlutverki sem var í uppáhaldi hjá Ásgeiri. Hann hafði alveg rétt fyrir sér. Þetta er frábær mynd.
Melina Hagberg er flott sem Anmai Mus.
Það er óhætt að mæla með þessari.