Ég veit ekki hvernig ég ætti að súmmera upp söguþráðinn. Það eru margir þræðir.
Nashville er stútfull af kunnuglegum andlitum (og höndum) þessa tíma. Scott Glenn, Julie Christie, Henry Gibson, Lily Tomlin, Geraldine Chaplin, Karen Black, Shelley Duvall, Ned Beatty, Elliott Gould… Þegar hendurnar á Jeff Goldblum birtust þekkti ég þær strax. Skrýtið.
Ég get alveg séð hve góð þessi mynd er en um leið heillaði hún mig ekki sérstaklega lengst af. Endirinn var samt vel heppnaður og fékk mig til að endurskoða aðeins álit mitt á því sem á undan hafði gengið.
Annars finnst mér eins og ég hafi verið hrifnari af seinni Altman-myndum sem ég hef séð. The Player, Short Cuts, Gosford Park og A Prairie Home Companion. Ég hef samt ekki horft á neina þeirra nýlega.
Maltin gefur ★★★★ og flestir virðast hrifnari en ég.