Glæpasamtök langt í framtíðinni nota tímaferðalög skemmra í framtíðinni til að vinna fyrir sig skítaverkin.
Önnur mynd (sjá Brick) eftir Rian Johnson og aftur með Joseph Gordon-Levitt í aðalhlutverki. Bruce Willis lokar síðan lúppu með því að mæta aftur í tímaferðalagsmynd.
Ég var mjög hrifinn. Söguþráðurinn er flækja og þó ég hafi setið eftir með spurningar held ég að það sé hægt að svara þeim. Mig langar að horfa á myndina aftur við tækifæri til þess að átta mig betur.
Veikasti punkturinn í sögunni er kannski að lúpperarnir hefðu líklega getað skipulagt líf sitt betur en líklega á það við um okkur flest.
Maltin gefur tvær og hálfa sem er níska.