Hvað ef þú myndir bara myrða andstyggilega fólkið? Raunveruleikasjónvarpsdómara? Haturspredikara?
Mér líkar við Bob(cat) Goldthwait en ég hef alltaf verið svolítið efins um kvikmyndirnar sem hann hefur leikstýrt og því forðast þær. Þessi ádeila virkar ekki fyrir mig. Hún er eins og minna stíleseruð Natural Born Killers.
Samt er ég á því að atriðið í kvikmyndahúsinu ætti að vera sýnt í hverju einasta bíó fyrir hverja einustu mynd.
Maltin gefur ★★ og ég er svolítið hissa á örlætinu (miðað við hans vanalega smekk).