Maður sem hefur ekki náð að blómstra eftir að skóla lauk ákveður að endurlifa besta kvöld lífs síns með (þáverandi) bestu vinum sínum. Það fer ýmislegt á annan veg en hann bjóst við.
Einhvern tímann mun mér takast að fullkomna hallærislegu ágripin af söguþræði kvikmynda.
The World’s End (2013) er þriðja kornettómynd. Mér þótti hún síst þegar ég horfði á hana fyrst en ég er ekki jafn viss núna. Sú skoðun mín að Baby Driver og Scott Pilgrim séu báðar betri en nokkur af þríleiknum stendur óhögguð.
Fljótlega eftir að kráarröltið hófst fór ég að velta fyrir mér hvort Edgar Wright hefði ekki örugglega lesið bækur Robert Rankin. Ég finn ekkert um það en ég er samt ekki sá sem veltir upp þessari tengingu. Það væri allavega áhugavert að sjá Edgar tækla Fandom of the Operator.
Ég hef ekki ennþá séð síðustu mynd hans, Last Night in Soho, en geri ráð fyrir að horfa á næstunni. Síðan er hægt að hlakka til þess að fá útgáfu Edgar Wright á Running Man. Og auðvitað Sparks-bræðra heimildarmyndin.
Maltin gefur ★★★ sem er heilli stjörnu meira en Hot Fuzz fékk.
Hefði ekki þurft að hafa Total Eclipse of the Heart með í myndinni?