Par eitt fer á einstakan veitingastað en það kemur á óvart hvað er á matseðlinum. Svört gamanmynd. Ég sá hana án þess að vita nokkuð meir.
The Menu er fyrst og fremst fyndin. Það vottar við fyrir þjóðfélagslegri gagnrýni en það er ekkert aðalatriði. Það er líka gert, að mestu góðlátlegt, grín að matarsnobbi.
Anya Taylor-Joy og Ralph Fiennes eru frábær í aðalhlutverkum. John Leguizamo er frekar skemmtilegur. Nicholas Hoult (strákurinn úr About A Boy) er eiginlega uppáhaldið mitt sem innihaldslausasta manneskjan á svæðinu.