Morð og fjárkúgun, fer líka inn á óþægilegri slóðir. Fyrsta enska talmyndin (en ekki fyrsta talmyndin á ensku) og myndin þar sem Hitchcock skipti yfir í hljóðmyndir, í miðjum klíðum.
Maltin segir að þögla útgáfan af Blackmail sé betri en ég er bara svolítið hrifinn af því hvernig hljóðið er unnið í myndinni, þó það sé tekið upp eftir á.
Blackmail er mjög góð en ekki snilld. Hún er full hægfara til þess en það skiptir ekki öllu máli því hún er frekar stutt. Söguþráðurinn er ekki aðalatriðið. Það sem kom mér helst á óvart er hve langt Hitchcock var kominn í að þróa stíl sinn. Líklega þarf ég að kíkja líka á þöglu myndirnar hans við tækifæri.
Ég ætla ekki að höskulda hvar og hvernig Hitchcock kemur fram í myndinni en það er óvenju skemmtilegt atriði. Myndin er frekar fyndin.
Maltin gefur ★★★ sem mér finnst í lægri kantinum miðað við hann.