Sextán ára snillingur fer í háskóla og kynnist þar aðeins eldri snillingi sem er á mörkunum að lesa yfir sig. Þeir vinna saman að verkefni sem hefur annan tilgang en þá grunar.
Það er leisargeisli sem notaður er sem vopn. Það er ekki höskuldur, það er bókstaflega opnunaratriðið. Kannski hefði það virkað betur sem leyndardómur, hver veit?
Auðvitað er ég að heimsækja Real Genius út af Val Kilmer (einnig sem kvikmyndauppeldi). Ef ég á að vera heiðarlegur þá er þetta uppáhaldsmyndin mín með honum. Ekki besta. Langt því frá. Hún er gölluð og oft virðist vanta herslumuninn. En Val Kilmer er nægilega sjarmerandi til þess að láta þetta virka. Nokkrar klassískar línur hjálpa.
Það skiptir vissulega máli að Real Genius er pólitískt séð á góðu róli. Fínn boðskapur.
Helsti galli myndarinnar leiðindagaurinn Kent og allur kjánalegi níunda áratugshúmorinn sem hann persónugerir.
Það er svo margar myndir frá þessum tíma sem eru með frábær popplög. Í Real Genius er ótal lög sem fólk hefur gleymt ef það þekkti þau einhvern tímann. Síðan endar það á Everybody Wants To Rule The World með Tears For Fears sem er auðvitað topplag og mjög svo viðeigandi.
Tékov fær sér snarl og Maltin gefur ★★½ en umsögnin hljómar eins og hún ætti bara að fá ★½. Málamiðlun milli röklegrar greiningar og ánægju?