Thunderbolts* (2025)🫳
{132-100-55-36}

Ólíklegar hetjur. Lyf til að búa til ofurhetjur. Frumlegt sko.

Mér líkar við Florence Pugh og David Harbour þannig að ég ákvað að taka áhættuna á að sjá Marvel-mynd. Byrjar ágætlega. Einhverjir fyndnir brandarar.

Síðan fer þetta í allt að „lemja, sparka, skjóta, springa, hrynja“ gírinn sem ég skil ekki að fólki þyki spennandi af því það er eiginlega alltaf eins í Marvel-myndum. Svo kemur atriði sem minnir sterklega á Christopher Nolan mynd. Að lokum kemur rassavasasálfræði til að bjarga málunum. Full löng.

Mig langar ekki að vera þessi gaur en ég vona að Florence Pugh og David Harbour geri eitthvað meira spennandi í framtíðinni en að tala með asnalegum rússneskum hreim.

Þar með hef ég náð að horfa á hundrað myndir á þessu ári sem ég hafði ekki séð áður, þar af fimmtíu „nýjar“. Áramótheim uppfyllt. Held ég horfi samt á fleiri.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *