Valley Girl (1982)👎

Stelpa úr San Fernando dalnum hittir nýrómantískan pönkari frá Hollywood sem passar ekki í vinahópinn hennar. Mun ástin sigra? Hverjum er ekki sama?

Það að Frank Zappa tekið upp lag sem hæddist að talsmáta dóttur sinnar Moon og vina hennar þykir mér frekar aumt. Þessi mynd er síðan afsprengi lagsins Valley Girl. Stelpurnar hérna nota slangrið úr laginu og það hljómar svo falskt og asnalega. Totalí glatað.

Það að sjá Nicolas Cage í sínu fyrsta stóra hlutverki nær ekki einu sinni að gera áhorfið þess virði. Besta atriðið í myndinni er líklega þegar við sjáum hvernig Sunset Strip leit út á þessum tíma.

Það er erfitt að bera þessa mynd ekki saman við Fast Times At Ridgemont High (1982, þar sem hægt er að sjá Cage enn yngri) eða Clueless og hún kemur ekki vel út úr þeim samanburði. Mér stendur á sama um allar persónurnar.

Í einhverju örlætiskasti gefur Maltin ★★½.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *