Bad Guys (2022)👍

Úlfur, snákur og vinir þeirra hafa verið stimplaðir sem vondir gaurar allt sitt líf, geta þeir breyst og orðið góðir gæjar?

Nægilega góðir brandarar bjarga þessari teiknimynd að miklu leyti frá fyrirsjáanlega plottinu. Annars var eitthvað við áferðina á persónunum sem ég var ekki að fíla. Mig skortir orðaforða til að tala um slíkt.

Ef ég hefði ekki vitað hið sanna fyrirfram hefði ég haldið að George Clooney væri röddin á úlfinum. En það er í raun Sam Rockwell. Marc Maron er snákurinn og er ástæðan fyrir því að þessi mynd var á radarnum mínum. Hann talaði semsagt um hana í WTF hlaðvarpinu sínu. Awkwafina (rappari), Craig Robinson (margt en ég hugsa aðallega um hann sem Doug Judy í Brooklyn 99) og Anthony Ramos (sem Gunnsteinn segir að hafi verið upphaflegu Hamilton-uppfærslunni) eru hinir vondu gaurarnir. Zazie Beetz er ríkisstjórinn og norski frændi okkar Richard Ayoade er elskulegur naggrís. Svo er önnur (auk Ayoade sem leikstýrði þættinum Critical Film Studies) tenging í Community því Hilary Winston var annar handritshöfundurinn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *