Maður nokkur finnur tilgang í lífinu, að lemja fólk á íshokkíísnum. Byggt á sannri sögu.
Goon er fín gamanmynd. Ofbeldið og blóðið er á köflum frekar óhóflegt.
Seann William Scott er frábær í myndinni sem maður sem lýsir sér sem heimskum. Ætli það sé ekki ágætt fyrir hann að fólk muni eftir honum í þessu hlutverki frekar en þar sem hann lék gaurinn hvers mamma varð að mikið notaðri skammstöfun.
Alison Pill er góð en fær ekki að vera mikið með. Jay Baruchel skrifaði handritið en persónan hans fór voðalega í taugarnar á mér. Liev Schreiber er gamli ofbeldisseggurinn sem allir aðrir ofbeldisseggir í íþróttinni þurfa að miða sig við.
Maltin gefur ★★½ sem er fínt.