Fréttakona leitar að raðmorðingja en það kemur í ljós að hann er algjör skepna.
Howling er varúlfamynd frá Joe Dante en ég er ekki einu sinni viss hvort ég hafi séð hana áður eða ekki. Umbreyting varúlfsins er flott, eiginlega afrek á síns tíma mælikvarða en hún hægir á myndinni. Söguþráðurinn er ekki slæmur en frekar óspennandi.
Helsti galli myndarinnar er mögulega húmorsleysið. Jú, það eru stakir brandarar en alltof fáir. En kannski er vandamálið samt aðallega að mér leiðast varúlfamyndir.
Dee Wallace er í aðalhlutverki og mig minnir að hún hafi í kjölfarið fengið hlutverk mömmunnar í E.T..
Það eru margir fastaleikarar Dante í myndinni, Robert Picardo (Star Trek Voyager) í fyrsta sinn en Dick Miller í fjórða skiptið. John Carradine (pabbi David, Robert og Keith hvers dóttir er Martha Plimpton) og Slim Pickens eru fulltrúar eldri kynslóðarinnar. Roger Corman (sem ég þekkti af baksvipnum) og John Sayles (annar handritshöfundurinn) eru í litlum hlutverkum.
Maltin gefur ★★★ sem er í hærri kantinum.