Geimvera sem fær krafta sína frá gulu sól jarðarinnar reynir að láta gott af sér leiða.
Það er ein ástæða fyrir því að ég fór á Superman við fyrsta tækifæri í bíó, James Gunn. Hann leikstýrði Guardians of the Galaxy myndunum sem mér fannst standa upp úr öllu þessu Marvel Cinematic Universe dóti.
Ég hef ekki séð mynd úr DC heiminum frá því að Batman og Súpermann settu ágreining sinn til hliðar út af Mörtum sínum. Garg. Ég held að ég haf séð flestar Christopher Reeve myndirnar en hef ekki horft á þær nýlega, mögulega geri ég það og kíki á Donner-útgáfuna.
Þetta Ofurmenni er ekki sérstaklega dökkt. Sem betur fer. Það er ekki karakterinn. Í staðinn er hann skemmtilega óþolandi góðmenni. Fyrir utan að halda tryggð við aðalpersónuna sjálfa fáum við innspýtingu af húmor í anda James Gunn. Bróðir hans Sean fær líka að vera með eins og svo oft.
Einn heimskulegur brandari fékk mig til að hlæja áberandi hátt. En síðan kemur í ljós … Svo er skemmtileg tenging við Styggu stjúpsysturina, óvart.
Þessi mynd sleppir þessum óþarfa sem er alltaf settur inn þegar ofurhetjumyndum er sparkað aftur af stað í nýrri samfellu. Takk segi ég.
Ég áttaði mig engan veginn á því að ég hefði sé Ofurmennisleikarann David Corenswet fyrir ekki svo löngu í hryllingsmyndinni Pearl (sýningarstjórinn). Þetta nýja hlutverk hans er ekki auðvelt eða þakklát en mér fannst hann standa sig ákaflega vel.
Rachel Brosnahan (Hin frábæra frú Maisel) leikur Lois Lane. Nicholas Hoult (Um strák, Nosferatu og svo frv.) lék Lex Luthor og auðvitað góður. Svo fáum við aðra kunnuglega leikara í minni hlutverkum.
Mér fannst ég heyra reglulega John Williams vísanir í tónlistinni.
Skemmtileg mynd. Ætti ég að horfa næst á Superman (1978) eða Super (2010)?