Feðgin fara saman í viðskiptaferð að hitta dauðvona auðkýfing en fyrsta fórnarlambið er einhyrningur. Gamanhryllingsmynd.
Þegar leikstjórinn Alex Scharfman mætti í hlaðvarpið The Movies That Made Me var augljóst að Josh Olson og Joe Dante voru báðir mjög ánægðir með mynd hans Death of a Unicorn nóteraði ég það hjá mér. Það hefur áður gerst með myndir eins og Love Lies Bleeding og Strange Darling.
Death of a Unicorn kom í bíó en fékk frekar dræma dóma. Hún er því strax komin til sölu á bandarískum veitum (en ekki íslenskum).
Ég var tilbúinn að verða fyrir vonbrigðum en Jenna Ortega og Paul Rudd voru fljót að fá mig í stuðningsliðið. Fyrst og fremst er þetta ákaflega fyndin mynd.
Death of a Unicorn fer ekki fínt í hlutina. Boðskapurinn er hamraður inn.
Margir gagnrýnendur virðast pirra sig á gæðin á tæknibrellunum en mér fannst þær fínar. Mér fannst skrýmslahönnunin sjálf líka skemmtileg.
Það eru margir frábærir leikarar í myndinni. Richard E. Grant, Téa Leoni, Will Poulter (Midsommar), Sunita Mani (GLOW), Jessica Hynes og Steve Park. Ég verð þó að nefna sérstaklega að Anthony Carrigan er frábær hérna.
Death of a Unicorn er kannski ekki fyrir alla en hún er alveg innilega fyrir mig. Ég held líka að hún muni finna áhorfendur þegar á líður.
Óli gefur ★★★★⯪ og finnst óþægilegt að byrja svona óhóflega jákvæður í stjörnugjöfinni.