Átján ára sveitastrákur í austurhluta Frakklands þarf skyndilega að taka á sig meiri ábyrgð og uppgötvar að ostagerð er ákaflega áhugaverð en þó flókin.
Fyrsta mynd kvöldsins var Vingt Dieux sem er titluð eitthvað á íslensku, meðal annars í miðasölunni hjá Bíó Paradís en ég finn það ekki á vefnum þeirra. Þar er hún kölluð enska titlinum Holy Cow.
Við fylgjumst með Totone gera allskonar mistök, sum hlægileg og önnur grátleg. Eitt helsta afrek myndarinnar er einmitt að geta skipt um tón á áhrifaríkan en þó ekki stuðandi hátt.
Óli gefur ★★★⯪☆ og rifjar upp að í árdaga bloggsins notaði hann alltaf þriðju persónu til að botna færslur sínar.