Líf fimmtán ára stúlku í einangruðu samfélagi klofningshóps Mormóna umturnast þegar hún uppgötvar kassettu.
Julia Garner (krullhærða leikkonan úr Ozark) er í aðalhlutverki, Billy Zane (vondi gaurinn í Titanic) leikur fjölskylduföðurinn og Rory Culkin (yngstur af systkinunum) er vandræðaunglingur.
Electrick Children er fín mynd sem náði ekki alveg að vinna jafn vel úr efninu og ég hefði vonað. Endirinn var mér ekki að skapi.
Óli gefur ★★★☆☆ en myndin finnst ekki í Maltin.