Bodies Bodies Bodies (2022) ★★⯪☆☆ 🫴

Fallegt ungt ríkt fólk ræður illa við krísur.

Ef þið eruð að spá í titlinum þá eru þetta Lík Lík Lík en ekki Kroppar, Kroppar, Kroppar. Eftir á las ég reyndar að myndin hefði verið gagnrýnd fyrir að spila of mikið út á kynþokka hjá aðalleikurum. Ef það var markmiðið þá held ég að leikstjórinn hefði notað bjartari lýsingu. Kannski er ég bara ónæmur því ég ólst upp við kvikmyndir níunda áratugarins sem gengu flestar út á að sýna hálfklæddar ungar konur.

Bodies Bodies Bodies er faraldursmynd. Örfáir leikarar og eiginlega bara einn tökustaður. Leikararnir eru svolítið yfirdrifnir en það er yfirleitt meira skemmtilegt en pirrandi. Lee Pace, jafnaldri minn, er langelstur.

Ég var alltaf að vona að Bodies Bodies Bodies myndi ná sér almennilega á strik. Markmiðið virðist vera að vera svört gamanmynd með spennu, ráðgátu og jafnvel smá hryllingi. Það tekst bara aldrei að ná réttu jafnvægi.

Óli gefur ★★⯪☆☆ 🫴.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *