Another Country (1984) ★★★★☆👍👍

Eldri maður segir frá því hvernig landið hans sveik hann áður en hann sveik landið.

Another Country byggir á leikriti sem er byggt á sannsögulegum atburðum. Aðalpersónan Guy Bennett er lauslega byggð á Guy Burgess sem var einn af Cambrigde njósnurum fimm og endaði líf sitt í útlegð í Sovétríkjunum.

Rupert Everett, Colin Firth og Cary Elwes áður en þeir urðu frægir, allavega utan Bretlands, leika skólastráka í Eton sem reyna að lifa af í þessari skrýmslaverksmiðju. Þar fær Guy áhuga á kommúnisma og strákum sem verður til þess að hann lendir upp á kant við ráðandi öfl sem eru aðrir skólastrákar.

Maltin gefur ★★½ og telur að kannski séu Bretar spenntari fyrir myndinni.

Óli gefur ★★★★☆.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *