Sneakers (1992) ★★★★⯪👍👍

Hópur af hökkurum og ýmis konar öryggissérfræðingum kemst í hann krappann.

Sneakers er líklega uppáhalds Robert Redford myndin mín. Meðleikarar hans eru allir frábærir. Sidney Poitier, Dan Aykroyd (að leika sjálfan sig), River Phoenix, David Straitharn (eiginlega langbestur), Mary McDonnell og Ben Kingsley.

Ekki hafði ég hugmynd um hver Donal Logue væri þegar ég sá Sneakers síðast og það er eiginlega stórfyndið að sjá hann hérna sem hipp og kúl stærðfræðing. Svo er Stephen Tobolowsky (Ned! Ryerson!) líka á svæðinu. Og röddin sjálf. James Horner kemur sterkur inn með tónlistina (þó hún minni á köflum aðeins á The Untouchables).

Sneakers er meiri gamanmynd en spennumynd. Hún tekur sig nefnilega ekkert sérstaklega alvarlega. Þannig leyfi ég henni kannski að sleppa með atriði sem spennumynd hefði þurft að hafa á hreinu.

Maltin er fúll á móti og gefur bara ★★½.

Óli gefur ★★★★⯪👍👍 er glaður að sjá hve vel Sneakers hefur elst.