Lust, Caution (2007) ★★⯪☆☆🫴

Hópur háskólastúdenta gengur til liðs við andspyrnuna gegn hernámi Japana í Seinni heimsstyrjöldinni.

Leikstjóri Lust, Caution er Ang Lee. Í aðalhlutverkum eru Tony Leung (best þekktur fyrir að leika í myndum Won Kar-wai) og Tang Wei.

Það er margt gott við Lust, Caution en hún er bara svo langdregin. Það er til útgáfa sem er um tíu mínútum styttri. Sú er væntanlega með minna kynlífi sem gæti verið framför þó ég efist um að það sé nóg (og mögulega er fólk spenntast fyrir atriðunum sem klippt voru út).

Maltin gefur ★★★☆ og það miðast við löngu útgáfuna.

Óli gefur ★★⯪☆☆🫴.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *