Brilljant atriði í Kastljósi. Það var verið að tala við „þú’st“ stelpur sem unnu Samfés söngvakeppnina. Þegar viðtalinu lauk þá bauð Ragnhildur Steinunn þeim að fara á tónlistarsettið eða hvað sem hún kallaði það. Þegar stelpurnar voru að standa á fætur þá byrjaði undirspilið. Þá var klippt á stelpurnar þar sem þær voru búnar að setjast, koma sér vel fyrir og grípa hljóðnema á svona hálfri sekúndu….
Frábært að svona tónlistaratriði séu tekin upp fyrirfram, sérstaklega með einhverjum óvönum stelpum en það er óþarfi að gera þetta á svona tilgerðarlegan hátt.