Í kjölfar Seinni heimsstyrjaldar fréttir ungur rithöfundur af bókaklúbb sem varð til á Ermasundseyjunni Guernsey¹ á meðan hernámi Þjóðverja stóð, hún ákveður að kynna sér söguna.
The Guernsey Literary and Potato Peel Pie Society er nafn sem ég er ekki viss um að ég vill síendurtaka eins og geri gjarnan í þessum dómum.
Leikstjóri myndarinnar er Mike Newell sem hefur áður gert myndir eins og High Fidelity og Four Weddings and a Funeral (ekki jafn langt nafn). The Guernsey Literary and Potato Peel Pie Society er byggð á samnefndri bók sem kom út árið 2008.
Í aðalhlutverki er Lily James², Michiel Huisman, Jessica Brown Findlay, Matthew Goode, Glen Powell, Tom Courtenay, Katherine Parkinson og Penelope Wilton (mamma Shaun hinna dauðu).
Undir niðri er The Guernsey Literary and Potato Peel Pie Society saga um leyndardóm og sárar minningar. Ég gleypti þetta alveg. Mig langaði að vita hið sanna og ég vildi að persónurnar yrðu hamingjusamar.
Ég er meðvitaður um að mörgum þykir þessi mynd væmin en svona er ég (stundum).
Óli gefur ★★★★⯪ 👍👍.
¹ Orðsifjafræði Guernsey er óljós og ég er ekki að kaupa neina of tillögunum (þó ég þyrfti vissulega að skilja hvernig orðið gæti hafa breyst í gegnum tíðina) en þetta er alla norrænt nafn því annars myndum við kalla hana Guernsey-ey á íslensku og það væri ljótt.
² Ef þið fylgist með sjáið þið aðferðarfræði mína. Um daginn kíkti ég á feril Lily James eftir að hafa horft á Baby Driver. Þannig að í gegnum áhorf mitt liggja oft þræðir.