Tveir fjárhættuspilarar taka höndum saman til að taka þátt í pókermóti. Vega- og vinamynd.
Rick Fleck og Anna Boden (Freaky Tales) skrifuðu og leikstýrðu Mississippi Grind. Í aðalhlutverkum eru Ryan Reynolds (Two Guys, a Girl and a Pizza Place) og Ben Mendelsohn (Freaky Tales). Í smærri hlutverkum eru Sienna Miller (High-Rise), Lio Tipton (Love Hurts), Alfre Woodard (sem hefur leikið ótal myndum en ég man fyrst eftir úr Scrooged)
Mississippi Grind náði mér aldrei almennilega. Ég veit ekki hvernig þessi mynd hefði mögulega getað endað svo að ég yrði sáttur. Ryan Reynolds slakar aðeins á sjarmanum sem er gott fyrir persónuna en ekkert frábært fyrir myndina. Þar sem þetta er vegamynd fáum við misáhugaverðar persónur inn á milli og ég saknaði þessa að fá ekki meira frá þeim bestu.
Óli gefur ★★⯪☆☆ 🫴
