Hrói höttur lendir í útistöðum við skósveina Jóns landlausa sem hefur tekið völdin á meðan Ríkharður ljónshjarta er utan þjónustusvæðis (eins og hann var eiginlega alltaf).
The Adventures of Robin Hood er frumraun einnar frægustu stjörnu síns tíma. Ekki í aðalhlutverkinu, augljóslega. Hann er ekki einu sinni skráður sem leikari í myndinni og ef svo væri þá væri það undir upprunalega nafni sínu en ekki sviðsnafninu. Hann flytur Jómfrú Maríon¹ þangað sem hún vill.
Nokkru seinna var Roy Rogers boðið að velja sér hest og þá varð Golden Cloud fyrir valinu og nýtt nafn valið: Trigger.
Að The Adventures of Robin Hood… Vandamálið er fyrst og fremst að ég féll engan veginn fyrir Errol Flynn. Mér þykir hann pirrandi. Ég veit ekki hvað fólk sé við hann. Mel Brooks hefur líka haft þau áhrif að ég gat ekki hætt að hugsa um hve asnalegir búningarnir eru.
Olivia de Havilland (sem jómfrúin), Basil Rathbone (sem Guy of Gisbourne) og Una O’Connor (sem fylgir Trigger og Maríon) eru öll fín. Claude Rains leikur Jón landlausa.
The Adventures of Robin Hood vakti hjá mér löngun til að sjá Kevin Costner í Robin Hood: The Prince of Thieves.
Maltin gefur ★★★★.
Óli gefur ★★☆☆☆🫳.
¹ Það að hún er kölluð „Maid Marion“ er erfitt því augljósa íslenskunin á því nafni er María mey.
