Midnight Run (1988) ★★★★⯪👍👍

Góðhjartaður glæpamaður á flótta er gómaður af fyrrverandi löggu sem hefur fimm daga til að koma honum frá New York til Los Angeles.

Midnight Run var ein eftirlætismyndin mín á tímabili. Satt best að segja horfði ég nógu oft á hana til þess að ég var kominn með smá leið á henni. Síðan eru liðin mörg ár.

Midnight Run í leikstjórn Martin Brest (Beverly Hills Cop) fjallar um ólíklega félaga og er blanda af gaman-, hasar- og vegamynd. Robert De Niro og Charles Grodin ná ákaflega vel saman en Yaphet Kotto, Joe Pantoliano og John Ashton (félagi Judge Reinhold í Beverly Hills Cop) eiga allir mörg skemmtileg atriði.

Það er ekki hægt að segja að Midnight Run hafi gleymst en hún er ekki jafn oft nefnd og hún á skilið. Hún hefur elst mjög vel þó hún sé auðvitað barn síns tíma. Við sjáum hluti sem væru óhugsandi í dag.¹

Tónlist Danny Elfman spilar stóran þátt í takti myndarinnar. Midnight Run er reyndar frekar ólík öðrum verkum hans, allavega frá upphafsárunum.

Maltin gefur ★★★⯪.

Óli gefur ★★★★⯪👍👍.

¹ Á þessum tíma þótti nefnilega í fínu lagi að reykja út um allt. Yngra fólk áttar sig kannski ekki á því að mörgum þótti Charles Grodin voðalega pirrandi og leiðinlegur fyrir að kvarta undan reyknum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *