Ég fór í atvinnuviðtal áðan. Launin voru töluvert lægri en ég hafði hugsað mér og ég þyrfti að fá hækkun á þeim ef ég tæki starfinu.
Annars virðist tölvuvandamálum mínum vera lokið að sinni. Ég fæ nýja tölvu í fyrramálið. Það verður gott að geta sett upp allt eins og ég vill það. Síðan get þá verið aftur nettengdur í Háskólabyggingunum þegar ég hef skráð nýju tölvuna á innanhússnetið þar. Það verður gott. Þessu fylgir líka að ég get farið að vinna úr myndum sem ég hef tekið undanfarið.