Ungt fólk ákveður að þiggja miðnæturheimsókn á dularfullt vaxmyndasafn.
Waxwork veit að hún er ódýr hryllingsgamanmynd. Markmiðið var ekki að gera lélega mynd heldur skemmtilega mynd sem tekur sig ekki alvarlega. Hún nær ekki alveg að lenda. Hún er 93 mínútur og það hefði mátt skafa aðeins af henni. Þrátt fyrir það þótti mér hún skemmtileg.
Aðalleikararnir voru vel þekktir á þessum tíma. Það á við um Deborah Foreman og Michelle Johnson. Zach Galligan lék auðvitað í Gremlins og í Waxwork skemmtir hann sér með persónu sem er gjörólík því hlutverki. David Warner (sem ég tengi alltaf við The Man With Two Brains) rekur vaxmyndasafnið og John Rhys-Davies (góðu Indiana Jones myndirnar) kemur örsnöggt þó persóna hans sé lengur á skjánum.
Maltin gefur ★⯪☆☆.
Óli gefur ★★★☆☆👍.
