Ung kona finnst látin í skurði og við heyrum frá fólki sem kynntist henni, til lengri og skemmri tíma, í aðdraganda andláts hennar.
Sandrine Bonnaire leikur aðalhlutverkið í mynd Agnès Varda Sans toit ni loi. Á ensku er myndin kölluð Vagabond en íslenski titillinn Ekkert þak, engin lög er nær bókstaflegu merkingu frönskunnar. Mona er flakkari eða einfaldlega útigangskona.
Í Sans toit ni loi sjáum við harmleik í uppsiglingu. Margir eru tilbúnir að hjálpa aðalpersónunni, að vissu marki en Mona gerir þeim það ekki sérstaklega auðvelt. Það er greinilega eitthvað meira að. Það eru líka ýmsir sem gera henni mein, viljandi og af slysni eða bara einföldu tillitsleysi.
Sandrine Bonnaire er alveg frábær.
Þar sem ég sá aðra mynd eftir Agnès Varda, Cléo de 5 à 7, strax næsta dag á ég svolítið erfitt með að hugsa um Sans toit ni loi eina og sér. Þessi samanburður hækkar álit mitt á báðum kvikmyndunum.
Maltin gefur ★★★⯪.
Óli gefur ★★★★⯪👍👍.
